fbpx

Ég VIL hjálpa þér

að vinna úr áföllum, byggja upp sjálfstraust og breyta lífi þínu

ÉG HJÁLPA ÞÉR 

að vinna úr áföllum, byggja upp sjálfstraust og breyta lífi þínu
PANTA TÍMA

RIM tíminn með Evu var ótrúlegt andlegt ferðalag, sem fór beint inn að rótinni þar sem sársaukinn lá. Einstök frelsun og heilun sem að mun nýtast mér ævilangt. Ég mæli heilshugar með þessu úrræði fyrir alla sem að eru að glíma við hvaðeina í sínu lífi!

Guðrún E.

Ég er enn í ótrúlega þægilegri vellíðan og ró.
Mér hefur ekki liðið jafnvel í mörg ár.

Jónína B.

Þetta var mikil upplifun. Fann að það losnaði um erfiðar og þungar tilfinningar. Mæli 100% með. Takk fyrir mig Eva!

Bára M.

Takk, þetta á örugglega eftir að hjálpa mér mikið.
Ég mæli með þessari aðferð fyrir aðra.

Rafnkell S.
50% afsláttur af fyrsta tíma í Febrúar
PANTA TÍMA
Þú vilt losna við vanlíðan, vera í góðu jafnvægi, hafa sjálfstraust til að standa með þér og njóta lífsins.
En þig vantar hjálp og veist ekki hvert þú átt að leita.
  • Viltu öðlast sjálfstraust til að gera það sem þig langar til?
  • Viltu losna við erfiðar og þungar tilfinningar?
  • Viltu losna við neikvæðar hugsanir og vanlíðan?
  • Viltu upplifa þægilega vellíðan og ró?
  • Viltu finna lífsgleðina á ný?
  • Viltu setja þér markmið og finna þinn tilgang í lífinu?
  • Viltu læra á tilfinningalega stýrikerfið þitt?
  • Viltu læra aðferðir sem þú getur notað hvenær og hvar sem er til að þér líði betur?
  • Viltu breyta lífi þínu?
  • Vantar þig hjálp en veist ekki hvert þú átt að leita?

Þá get Ég hjálpAð þér

Sem lífsþjálfi, RIM leiðbeinandi, (heilbrigðisstarfsmaður?) og einstaklingur með mikla lífsreynslu veit ég hvað þér líður illa af því að ég hef upplifað það sjálf. Ég get sagt þér hvar þú ert stopp og ég veit nákvæmlega hvernig er best að hjálpa þér í gegnum það og halda áfram.

Ég er búin að hjálpa mörgum úr vanlíðan í vellíðan (að losna við vanlíðan), að öðlast sjálfstraust og að ná tökum á tilverunni á ný. Ég get hjálpað þér að átta þig á hvar þú ert og hvað þú þarft að gera, að ná tökum á tilverunni, stjórn á tilfinningunum og lífinu og kennt þér aðferðir/leiðir til þess að komast þaðan sem þú ert þangað sem þig langar til að vera.

Sem lífsþjálfi, RIM leiðbeinandi, (heilbrigðisstarfsmaður?) og einstaklingur með mikla lífsreynslu veit ég hvað þér líður illa af því að ég hef upplifað það sjálf. Ég get sagt þér hvar þú ert stopp og ég veit nákvæmlega hvernig er best að hjálpa þér í gegnum það og halda áfram.

Ég er búin að hjálpa mörgum úr vanlíðan í vellíðan (að losna við vanlíðan), að öðlast sjálfstraust og að ná tökum á tilverunni á ný. Ég get hjálpað þér að átta þig á hvar þú ert og hvað þú þarft að gera, að ná tökum á tilverunni, stjórn á tilfinningunum og lífinu og kennt þér aðferðir/leiðir til þess að komast þaðan sem þú ert þangað sem þig langar til að vera.

TILBOÐ
50% AFSLÁTTUR AF FYRSTA TÍMA

ÞÚ FÆRÐ FYRSTA TÍMANN Á 19.900kr. 9.900kr. Í FEBRÚAR

PANTA TÍMA

Við gerum þetta saman

Ég opnaði stofuna eftir að hafa lokið námi í lífsþjálfun og RIM (Regenerating Images in Memory) eftir erfiða lífsreynslu sem breytti lífi mínu. Ég hef tekist á við margar áskoranir í lífinu en erfiðast var að sitja yfir syninum á gjörgæslu í öndunarvél og berjast svo við heilbrigðiskerfið í 3 ár án þess að hann fengi greiningu eða lækninu.
Ég þurfti hjálp til að halda sönsum, hef aldrei upplifað aðra eins streitu, óvissu, kvíða og vanlíðan. Ég vissi ekki hvort hann væri á lífi þegar ég fór á fætur á morgnana, líðan hans versnaði og versnaði og hann fékk ekki þá heilbrigðisþjónustu sem hann þurfti á að halda og átti rétt á. Ég svaf ekki, var stöðugt hrædd um að missa hann, vissi ekki hvert ég gæti leitað, ferðirnar á bráðamóttökuna voru óteljandi og enduðu með því að við fengum lögfræðing til að eiga samskipti við spítalann.
Eitt skref áfram, tvö skref afturábak. Ástandið versnaði stöðugt.
Ég hef mikla reynslu sem heilbrigðisstarfsmaður og það kom aldrei til greina að gefast upp. En þetta tók á. Eftir tæp 3 ár enduðum við í Ameríku, þar fékk hann lækningu og er heill heilsu í dag. Þá var komið að því að hugsa um mig sjálfa, mína andlegu og líkamlega líðan.
Meðan á þessu stóð var mörgum spurningum ósvarað:
Hvernig á ég að halda sönsum?
Hvernig get ég losnað við kvíðahnútinn?
Hvernig næ ég jafnvægi í lífinu á ný?
Hvernig losna ég við þessa vanlíðan?
Hvert get ég leitað fyrir sjálfa mig?
Hvað geri ég næst?
Ég þurfti að finna út hvar ég ætti að byrja – og í framhaldinu hvernig ég vildi hafa lífið.
Þessi lífsreynsla varð til þess að ég tók U beygju í lífinu. Ferðalagið byrjaði á að takast á við mín vandamál, finna leiðina úr kvíða, áfallastreituröskun og líkamlegri vanlíðan. Það virtist óyfirstíganlegt í upphafi en það tókst og varð til þess að í dag vinn ég við að hjálpa öðrum sem glíma við andlega vanlíðan og eru að takast á við erfiðleika af ýmsum toga.
Eftir að hafa lært RIM (Regenerating Images in Memory) hjá Dr.Deborah Sandella og lífsþjálfun hjá Jack Canfield opnaði ég stofu í Hlíðasmára 19 og hef hjálpað fjölda fólks að losna við andlega vanlíðan, öðlast hugarró og taka nýja stefnu í lífinu. Ég er eina manneskjan á Íslandi með þessa menntun og hef nýlokið mastersgráðu í RIM.
Streita og kvíði eru viðvarandi í lífi okkar í dag, við erum orðin svo vön þessum tilfinningum að þær eru eins konar sjálfstilling, án þess að við áttum okkur á því. Langvarandi streita og áföll hafa mikil áhrif á andlega og líkamlega líðan og lífsgæði.
Ég er tilbúin að hjálpa þér að losna við hindranir og vanlíðan, öðlast sjálfstraust og taka nýja stefnu í lífinu. Komast þaðan sem þú ert – þangað sem þig langar til að vera.
TILBOÐ
50% AFSLÁTTUR AF FYRSTA TÍMA

ÞÚ FÆRÐ FYRSTA TÍMANN Á 19.900kr. 9.900kr. Í FEBRÚAR

PANTA TÍMA